Leikhópurinn stal skrúðgöngunni 2. september 2004 00:01 "Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur. Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur.
Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira