Eldflaugum skotið að þinghúsinu 1. september 2004 00:01 Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira