Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum." Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum."
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira