Alvöru sportbíll 27. ágúst 2004 00:01 Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana. Bílar Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Porsche er í hugum margra hinn fullkomni sportbíll. Rennileg og klassísk hönnun og mikill stöðugleiki á vegi er aðalsmerki þessa draumabíls bíladellufólksins. Í dag verður frumsýndur í Perlunni nýr Porche 911 sportbíll. Um er að ræða tvo 911, Carrera og Carrera S og er þetta í fyrsta sinn sem Porsche frumsýnir tvo bíla í einu. Porsche 911 Carrera S er með 6 strokka vél sem er aftur í bílnum. Bíllinn er því með lágan og vel miðjusettan þyngdapunkt. Bíllinn er breiðari, lægri og rúmbetri en fyrri gerð þannig að hsnn liggur enn betur á veginum en áður og er þægilegri um leið. 911 Carrera S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél við 6.600 snúninga á mínútu og hámarks tog 400 Nm við 4.600 snúninga. Uppgefinn hámarkshraði er 293 km á klukkustund en fram hefur komið í erlendum bílablöðum að bíllinn hafi í prófunum farið vel yfir 300 km hraða á þýskum hraðbrautum. Bíllinn er stillanlegur á tvo vegu, fyrir venjulegan akstur og keppnisakstur. Hægt er því að breyta þægilegum borgarbíl í kappakstursbíl með því að þrýsta á einn hnapp. Þá stífnar fjöðrunin, bensíngjöfin styttist, skiptingin breytist, útsláttur vélar breytist og bremsurnar breytast í keppnisútgáfu af ABS. Með því að þrýsta aftur á hnappin breytist hann í borgarbíl á ný. Óhætt er að fullyrða að hinn nýi 911 hafi slegið í gegn. Hann hefur fengið hæstu einkunn í öllum bílablöðum þar sem hann hefur verið prófaður. Sýningin í Perlunni stendur í dag og á morgun, sunnudag. Opið verður milli kl. 12 og 18 báða dagana.
Bílar Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira