Norræna til Íslands allt árið 25. ágúst 2004 00:01 Vetraráætlun Norrænu tekur gildi 9. september og breytist þá áætlun skipsins. Samt sem áður verður Norræna vikulegur gestur á Seyðisfirði eins og yfir sumartímann en hefur viðdvöl yfir nótt. Hún mun koma þangað á þriðjudögum -- í fyrsta skipti 14. september klukkan 9 og sigla til baka á miðvikudögum kl. 18. "Þetta er meðal annars gert vegna meiri fragtflutninga yfir veturinn. Það eru aðeins aðrar áherslur þá," segir Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars sem sér um afgreiðslu skipsins á Seyðisfirði. Fram í miðjan nóvember er farið á sömu áætlunarstaði og yfir sumartímann, það er að segja Þórshöfn, Leirvík á Hjaltlandi, Bergen í Noregi, Hanstholm í Danmörku og síðan sömu leið til baka. Sigling héðan til Færeyja tekur 17 tíma. Síðasta ferðin til Bergen í haust er 14. nóvember og um miðjan mars eru hafnar siglingar þangað aftur enda upplagt að bregða sér á skíði eftir það í fjalllendi Noregs. Þetta er í annað sinn sem Íslandssiglingum er haldið úti allt árið hjá Norrænu. Í fyrra var nýtingin ekki eins góð og æskilegt hefði verið en nú á að gera betur, reyna meðal annars að lokka hingað Norðmenn og Þjóðverja í ríkari mæli en áður. Jónas segir Austfar vera í samstarfi við Sérleyfisbifreiðar Akureyrar, skammstafað SBA sem keyra farþega um Norðurland og suður þaðan til Reykjavíkur en möguleikar eru á gistingu hvort sem er við Mývatn eða á Akureyri Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vetraráætlun Norrænu tekur gildi 9. september og breytist þá áætlun skipsins. Samt sem áður verður Norræna vikulegur gestur á Seyðisfirði eins og yfir sumartímann en hefur viðdvöl yfir nótt. Hún mun koma þangað á þriðjudögum -- í fyrsta skipti 14. september klukkan 9 og sigla til baka á miðvikudögum kl. 18. "Þetta er meðal annars gert vegna meiri fragtflutninga yfir veturinn. Það eru aðeins aðrar áherslur þá," segir Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars sem sér um afgreiðslu skipsins á Seyðisfirði. Fram í miðjan nóvember er farið á sömu áætlunarstaði og yfir sumartímann, það er að segja Þórshöfn, Leirvík á Hjaltlandi, Bergen í Noregi, Hanstholm í Danmörku og síðan sömu leið til baka. Sigling héðan til Færeyja tekur 17 tíma. Síðasta ferðin til Bergen í haust er 14. nóvember og um miðjan mars eru hafnar siglingar þangað aftur enda upplagt að bregða sér á skíði eftir það í fjalllendi Noregs. Þetta er í annað sinn sem Íslandssiglingum er haldið úti allt árið hjá Norrænu. Í fyrra var nýtingin ekki eins góð og æskilegt hefði verið en nú á að gera betur, reyna meðal annars að lokka hingað Norðmenn og Þjóðverja í ríkari mæli en áður. Jónas segir Austfar vera í samstarfi við Sérleyfisbifreiðar Akureyrar, skammstafað SBA sem keyra farþega um Norðurland og suður þaðan til Reykjavíkur en möguleikar eru á gistingu hvort sem er við Mývatn eða á Akureyri
Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira