Fimmtugir betri starfskraftar 20. ágúst 2004 00:01 "Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
"Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira