Starfið mitt 20. ágúst 2004 00:01 <>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt." Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
<>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt."
Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira