Starfið mitt 20. ágúst 2004 00:01 <>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt." Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
<>Vignir Páll Sigurvinsson starfar við að leggja iðnaðargólf hjá fyrirtækinu Gólflögnum ehf. Hann er 24 ára að aldri, hefur verið við gólflagningu í fimm og hálft ár og alltaf haft mikið að gera. "Þetta er alveg stanslaust puð," segir hann. Vignir viðurkennir að hnén séu orðin sigggróin. Buxurnar hans eru þó með hnjápúðum og því kveðst hann hafa sloppið við bruna á hnjánum eins og þó er viss hætta á við þessar aðstæður. Vinnustellingar hans reyna líka mikið á bakið en Vignir er vel að manni og kveinkar sín ekki. Kvarssandur, vættur í sérstökum vökva er efni sem Vignir vinnur mest með. Hann segir það lagt á öll frystihús og sturtuklefa í íþróttahúsum. Einnig víða á skrifstofur þar sem það er haft undir teppum. Gólflagnir er þriðja fyrirtækið sem Vignir Páll stundar þessa iðju hjá. Hann kveðst hafa valið það vegna ferðalaganna. "Við förum um allt land og svo erum við að vinna fyrir Farmakó úti á Möltu. Ég er búinn að skreppa þangað oftar en einu sinni," segir hann og áréttar að gott sé að skipta um umhverfi. Hann þurfti ekki að setjast á skólabekk til að nema þetta starf og telur það tvímælalaust einn af plúsunum við það. Æfingin skapaði meistarann eða eins og hann orðar það sjálfur. "Kúnstin er að kunna á múrglöttuna og geta sveiflað henni á réttan hátt."
Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira