Menning

167 hestafla ofursporthjól

Á mótorhjólasýningu Intermot sem hefst í Bæjaralandi 15. september mun BMW-umboðið frumsýna nýtt ofursporthjól sem heitir K1200 S. Vélin þykir mjög fullkomin og hallar hún fram um fimmtíu gráður í grindinni en þannig er hægt að fá fram lágan þyngdarpunkt án þess að það komi niður á beygjuhalla hjólsins. Hefur hjólið vakið sérstaka athygli fyrir nýtískulegan fjöðrunarbúnað sem er hægt að stilla með því einu að ýta á takka á stýrinu og er það í fyrsta skipti sem það er hægt á mótorhjóli. Vélin skilar 167 hestöflum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.