Lokaárás yfirvofandi 19. ágúst 2004 00:01 Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til. Allt stefnir í bál og brand í Najaf. Þrátt fyrir að Muqtada al-Sadr hafi í gær gengið að skilmálum yfirvalda og lofað að hverfa úr Imam Ali moskunni og láta menn sína leggja niður vopn, þrjóskast hann enn við og virðist raunar hafa skipt um skoðun. Yfirvöld segja nú þolinmæði sína brostna og Hazem Shaalan, varnarmálaráðherra Íraks, hét því fyrr í dag að ráðast á bækisstöðvar al-Sadrs í Najaf. Orrustuþotur og skriðdrekar hafa varpað sprengjum í nánd við moskuna og fréttamenn á vettvangi lýsa ástandinu svo að allt sé í rúst. Sprengjuregninu lauk eftir nokkrar stundir svo að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna virðist ekki ganga fram af mikilli hörku. Bardagarnir í Najaf hafa kostað hundruð lífið undanfarnar vikur og átt þátt í því að olíuverð hefur snarhækkað á heimsmarkaði. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, gekk síðdegis ekki jafn langt og varnarmálaráðherra landsins sem sagði að einungis væru nokkrir tímar til stefnu. Allawi sagði að leysa þyrfti málið sem fyrst. Hann kvaðst þó ekki ætla að veita frekari frest eða viðvaranir og að samningaviðræður, sem talsmenn al-Sadrs hefðu lýst eftir, kæmu alls ekki til greina. Myndin sýnir sprengju varpað á hús í Najaf í dag þar sem talið er að fylgismenn al-Sadrs hafist við. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til. Allt stefnir í bál og brand í Najaf. Þrátt fyrir að Muqtada al-Sadr hafi í gær gengið að skilmálum yfirvalda og lofað að hverfa úr Imam Ali moskunni og láta menn sína leggja niður vopn, þrjóskast hann enn við og virðist raunar hafa skipt um skoðun. Yfirvöld segja nú þolinmæði sína brostna og Hazem Shaalan, varnarmálaráðherra Íraks, hét því fyrr í dag að ráðast á bækisstöðvar al-Sadrs í Najaf. Orrustuþotur og skriðdrekar hafa varpað sprengjum í nánd við moskuna og fréttamenn á vettvangi lýsa ástandinu svo að allt sé í rúst. Sprengjuregninu lauk eftir nokkrar stundir svo að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna virðist ekki ganga fram af mikilli hörku. Bardagarnir í Najaf hafa kostað hundruð lífið undanfarnar vikur og átt þátt í því að olíuverð hefur snarhækkað á heimsmarkaði. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, gekk síðdegis ekki jafn langt og varnarmálaráðherra landsins sem sagði að einungis væru nokkrir tímar til stefnu. Allawi sagði að leysa þyrfti málið sem fyrst. Hann kvaðst þó ekki ætla að veita frekari frest eða viðvaranir og að samningaviðræður, sem talsmenn al-Sadrs hefðu lýst eftir, kæmu alls ekki til greina. Myndin sýnir sprengju varpað á hús í Najaf í dag þar sem talið er að fylgismenn al-Sadrs hafist við.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira