25.000 manna samsöngur í Tallin 18. ágúst 2004 00:01 Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg," Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg,"
Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira