Vandamál að týna vegabréfi 18. ágúst 2004 00:01 Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu." Ferðalög Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu."
Ferðalög Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira