Samfélag stjarnanna 13. október 2005 14:32 Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira
Ólympíuleikar Ólympíuþorpið í Aþenu er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Þar búa hátt í 20 þúsund manns á meðan leikarnir fara fram – bæði íþróttamenn og fararstjórar. Þorpið var byggt sérstaklega fyrir Ólympíuleikana en að þeim loknum verða íbúðirnar á svæðinu seldar til fátækra heimamanna fyrir lága upphæð. Eitt af því sem einkennir þorpið er eitthvert stærsta matartjald sem sett hefur verið upp á svæðinu en í því geta matast allt að 10 þúsund manns í einu. Það er með hreinum ólíkindum að koma inn í þetta tjald því magnið af mat sem er í boði er svakalegt. Fjölbreytnin er einnig með ólíkindum en meðal annars er hægt að fá grískan, asískan, indverskan, mexíkóskan og ítalskan mat á svæðinu og svo er McDonald’s einnig með bás á svæðinu. Hvað annað. Hér er aðeins fátt eitt nefnt því þarna er hægt að fá allt milli himins og jarðar og er tjaldið opið allan sólarhringinn. Ástæðan fyrir þessari fjölbreytni er sú að íþróttamennirnir mega ekki fá leið á matnum en þeir þurfa flestir að dvelja ansi lengi í þorpinu. Margvísleg afþreying Íþróttamennirnir hafa líka úr margvíslegri afþreyingu að ráða en á svæðinu er að finna kvikmyndahús, æfingasali, frjálsíþróttavöll og sundlaug. Svo er íslenski hópurinn einnig með veglegt bókasafn frá Eddu sem reyndar var lítið notað þegar blaðamaður Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. Það á eflaust eftir að breytast þegar líður á leikana. Það var mjög skrítin tilfinning að ganga um götur þorpsins og mæta öllu þessa íþróttafólki frá svo mörgum löndum. Stjörnurnar ganga um göturnar án þess að verða fyrir ónæði en blaðamönnum er meinað að ræða við þá og taka myndir í sjálfu þorpinu. Ísraelsmenn búa nálægt íslenska íþróttafólkinu og þar er allt girt af og gríðarleg öryggisgæsla í kringum ísraelska liðið. Svo er þorpið varið með vopnuðum vörðum og flugskeytapöllum sem eru staðsettir hringinn í kringum þorpið. Flest húsin eru vel skreytt með fánum þeirra landa sem búa í hverju húsi og strætó gengur á 3 mínútna fresti þannig að fólkið er fljótt að koma sér á milli staða. Það er samt ljóst að Grikkirnar voru á síðustu stundu með að klára þorpið því það á eftir að sletta málningu á einhverja veggi og svo er ekkert gras á lóðunum, sem gefur þorpinu mjög sérstaka ásýnd. Huggulegar vistarverur Vistarverur íslenska hópsins eru ákaflega huggulegar og vinalegar. Fjórar íbúðir í húsi með þrem til fjórum ágætum herbergjum. Síðan stofa með svölum. Var ekki annað að sjá en það færi ákaflega vel um alla. ÍSÍ og þjálfarar hafa síðan myndbandaaðstöðu í sama húsi og Danir og þar er einnig aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og nuddara sem þurfa að huga að íþróttafólkinu. Í raun hefur okkar fólk allt til alls í þorpinu og þeir sem blaðamaður spurði sögðust ekki hafa yfir neinu að kvarta. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er aðalfararstjóri íslenska hópsins. Hann hefur farið á marga ólympíuleika og því lá beinast við að spyrja hann að því hvernig þessi aðstaða væri samanborin við aðstöðuna á fyrri leikum. „Mér finnst þetta þorp til að mynda ekkert síðra en í Sydney. Þetta er mjög gott ólympíuþorp og alveg til fyrirmyndar og nánast allt hefur staðist hjá Grikkjunum. Við höfum rekist á smá hnökra með rútur og annað en það hefur allt leyst á endanum. Okkur líður mjög vel hérna,“ sagði Stefán og brosti í kampinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira