Rósaleppaprjón í nýju ljósi 13. ágúst 2004 00:01 Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir. Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. "Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær," segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars staðar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. "Mér finnst tæknin og litasamsetning rósaleppaprjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að handprjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón," segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. "Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undirbúa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað," segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasamband Íslands og er umsjónarmaður þess María Ólafsdóttir.
Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira