Dreifir Mentosi um borg og bæ 6. ágúst 2004 00:01 Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira