Elskar japanskan mat 5. ágúst 2004 00:01 "Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is Matur Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is
Matur Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira