Sumarferðir til Þýskalands 4. ágúst 2004 00:01 Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september. Ferðalög Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september.
Ferðalög Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira