Hátíðir helgarinnar 4. ágúst 2004 00:01 Grímsævintýri Grímsævintýri verður haldið í Grímsnes- og Grafningshreppi, laugardaginn 7. ágúst. Munu sterkustu menn landsins takast á og keppa í annað sinn um Uppsveitarvíkinginn 2004 og verður farandbikar í verðlaun. Kvenfélagið, sem í ár heldur upp á 85 ára afmæli, verður með hina vinsælu tombólu og flatkökubakstur ásamt því að hægt verður að kaupa grænmeti, handverk og margt fleira á útimarkaði. Málverkasýning verður haldin í veitingastofunni Gömlu Borg þar sem listamenn sveitarfélagsins munu sýna verk sín og gestir geta gætt sér á kaffi og heimalöguðum kökum. Landsvirkjun ætlar að opna listsýningu í Ljósafossvirkjun á verkum starfsmanna sinna sem þeir vinna í frístundum. Hátíðin á Borg hefst kl. 13.00 og er aðgangur ókeypis. Hafnardagar í Þorlákshöfn verða haldnir um helgina. Markaður verður í Mundaveri, sterkustu menn landsins mæta á laugardag og keppa um titilinn Hafnartröllið 2004, bílar verða á svæðinu bæði fornir og fræknir, varðeldur og söngur, listsýningar, kráarkvöld, dansleikur með Karma, leiktæki og margt fleira. Í tengslum við Hafnardaga verður árlegt fjöruhlaup. Á sunnudag verður gengið um hafnarsvæðið í fylgd frumbyggja, mun hann leiða göngumenn í allan sannleika um byggingar og staðhætti. . Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldin á laugardaginn. Fjölbreytt og vönduð dagskrá verður í boði að venju. Öllum landsmönnum er boðið í mat þar sem í boði verður fjöldinn allur af gómsætum fiskréttum. Flestir réttir eru nýir en aðrir sem hafa slegið í gegn verða áfram og yfirkokkur verður Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum í Reykjavík. Allir eru velkomnir á Fiskidaginn mikla og fá allir eitthvað gott í gogginn. Ferðalög Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grímsævintýri Grímsævintýri verður haldið í Grímsnes- og Grafningshreppi, laugardaginn 7. ágúst. Munu sterkustu menn landsins takast á og keppa í annað sinn um Uppsveitarvíkinginn 2004 og verður farandbikar í verðlaun. Kvenfélagið, sem í ár heldur upp á 85 ára afmæli, verður með hina vinsælu tombólu og flatkökubakstur ásamt því að hægt verður að kaupa grænmeti, handverk og margt fleira á útimarkaði. Málverkasýning verður haldin í veitingastofunni Gömlu Borg þar sem listamenn sveitarfélagsins munu sýna verk sín og gestir geta gætt sér á kaffi og heimalöguðum kökum. Landsvirkjun ætlar að opna listsýningu í Ljósafossvirkjun á verkum starfsmanna sinna sem þeir vinna í frístundum. Hátíðin á Borg hefst kl. 13.00 og er aðgangur ókeypis. Hafnardagar í Þorlákshöfn verða haldnir um helgina. Markaður verður í Mundaveri, sterkustu menn landsins mæta á laugardag og keppa um titilinn Hafnartröllið 2004, bílar verða á svæðinu bæði fornir og fræknir, varðeldur og söngur, listsýningar, kráarkvöld, dansleikur með Karma, leiktæki og margt fleira. Í tengslum við Hafnardaga verður árlegt fjöruhlaup. Á sunnudag verður gengið um hafnarsvæðið í fylgd frumbyggja, mun hann leiða göngumenn í allan sannleika um byggingar og staðhætti. . Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldin á laugardaginn. Fjölbreytt og vönduð dagskrá verður í boði að venju. Öllum landsmönnum er boðið í mat þar sem í boði verður fjöldinn allur af gómsætum fiskréttum. Flestir réttir eru nýir en aðrir sem hafa slegið í gegn verða áfram og yfirkokkur verður Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum í Reykjavík. Allir eru velkomnir á Fiskidaginn mikla og fá allir eitthvað gott í gogginn.
Ferðalög Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira