Norska húsið í Stykkishólmi 28. júlí 2004 00:01 Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnunar safns í sýslunni. "Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832," segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. "Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerðar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hefur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan búning. Við höfum sett upp á miðhæðinni heimili heldri manns í þéttbýli á 19. öld, en heimildir um innbú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráðendur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu." Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háaloftsstemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýningar og byggðasafnstengdar sýningar. "Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, listmuni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desember er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jólaskrauti frá ýmsum tímabilum," segir Aldís. "Nú hefur verið efnt til samkeppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verðlaun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ," segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is
Ferðalög Stykkishólmur Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira