Hreyfimyndasmiður hljómsveitanna 27. júlí 2004 00:01 "Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit." Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit."
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira