Alltaf að sjá eitthvað nýtt 16. júlí 2004 00:01 "Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!" Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er ekki leiðinlegt starf en það er fremur lítið upp úr því að hafa," segir Loftur Þór Pétursson bólstrari sem við hittum á verkstæði sínu Bólsturverk við Kleppsmýrarveg. Hann talar af reynslu því hann hefur sinnt bólstrun í þrjátíu ár en einnig flytur hann inn handverkfæri og vélar til þeirrar iðnar. Loftur er eldhress og segir fjölbreytnina einn af kostum starfsins. "Þó maður sé búinn að vera lengi í þessu er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt," segir hann brosandi. Loftur starfar einn að jafnaði en kveðst fá aðstoð flinkrar saumakonu stöku sinnum. Vinnan snýst um að gera upp eldri húsgögn sem eru vönduð að gerð. Ekki endilega í rókokkóstíl heldur líka stofnanahúsgögn fyrir skrifstofur, félagsheimili og skóla. En skyldi borga sig að láta gera upp húsgögn frekar en að kaupa ný? "Það er afstætt," svarar Loftur. "Ég var að klæða sófasett í síðustu viku; púðasett, ekki mjög gamalt. Kostnaðurinn við það með efni og vinnu var um 250 þúsund kall. Þú getur auðvitað fengið sófasett sem kostar minna en af allt öðrum gæðaflokki. Ef hlutirnir eru góðir upphaflega borgar sig að gera við þá en margt af því sem er á markaðinum núna er í raun bara einnota," segir hann og lýsir bólstrun stólsetu. "Fyrst tekur maður strigaborða og neglir niður með borðasaum. Síðan koma fjaðrirnar, bundnar í rétta hæð með bindigarni. Svo kemur hessíanstrigi og stopp. Yfir það kemur grófari strigi og er stunginn. Lóin sem er íslenskt gott ullarhráefni er næst og yfir hana kemur léreft og að lokum áklæði. Þannig að þetta eru æði mörg lög í einu sæti. Auðvitað er miklu léttara að fá sér svamp og suma utan um hann. Það er bara allt önnur vara." Stundum kemur einhver speki innan úr húsgögnunum þegar þau eru rifin í sundur. Nöfn og ártöl. Einnig kemur fyrir að húsgögn dagi uppi í bólstruninni af einhverjum ástæðum og Loftur nefnir í lokin dæmi um það. "Einu sinni var ég að gera upp tvo stóla fyrir gamlan mann og þegar ég hafði lokið við þá hringdi ég heim til hans en hann hafði þá dáið nóttina áður. Félagar mínir stríddu mér mikið á þessu. Sögðu að það borgaði sig ekki að fara með húsgögn til mín því menn lifðu það ekki af!"
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira