Ökuþór framtíðarinnar 16. júlí 2004 00:01 Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann. Bílar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann.
Bílar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira