Gay pride ball á Nasa 16. júlí 2004 00:01 "Þetta er fyrst og fremst upphitunarpartí fyrir homma, lesbíur og vini þeirra," segir plötusnúðurinn Páll Óskar en í kvöld verður haldið styrktarball á Nasa þar sem miðasalan rennur óskipt til styrktar Hinsegin dögum í Reykjavík. "Gay Pride hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og við þiggjum hverja krónu með þökkum. Þetta byrjaði sem lítil eftirmiðdags skemmtun á Ingólfstorgi en hefur þróast út í að verða litskrúðugasta karnival Reykjavíkurborgar með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi. Gangan í ár verður farin laugardaginn 7. ágúst og undirbúningurinn hefst í kvöld. Þessi hátíð hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar Gay pride hátíðir í heiminum að fjölskyldur og vinir samkynhneigðra taka fullan þátt. Það er einmitt mergurinn málsins því samkynhneigð er ekkert einkamál samkynhneigðra og við viljum að sjálfsögðu fagna okkar tilfinningalega frelsi með okkar nánustu." Á styrktarballinu á Nasa í kvöld kennir ýmissa grasa. "Hommaleikhúsið Hégómi stígur á stokk en svo ætlar dragdrottning allra landsmanna, Skjöldur Eyfjörð eða Míó eins og hún vill láta kalla sig, að frumflytja Gay Pride lagið í ár. Skjöldur sér líka um allt sjálfur, saumar búninga, hannar gervi og gefur allt í verkið. Það verður án efa hátíðleg athöfn þegar lagið verður frumflutt í kvöld," segir Páll Óskar en hann verður plötusnúður kvöldsins. "Ég held uppi stuðinu á Nasa langt fram eftir nóttu, verð fyrsti maðurinn inn í húsið og síðasti maðurinn út." Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta er fyrst og fremst upphitunarpartí fyrir homma, lesbíur og vini þeirra," segir plötusnúðurinn Páll Óskar en í kvöld verður haldið styrktarball á Nasa þar sem miðasalan rennur óskipt til styrktar Hinsegin dögum í Reykjavík. "Gay Pride hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og við þiggjum hverja krónu með þökkum. Þetta byrjaði sem lítil eftirmiðdags skemmtun á Ingólfstorgi en hefur þróast út í að verða litskrúðugasta karnival Reykjavíkurborgar með skrúðgöngu og öllu tilheyrandi. Gangan í ár verður farin laugardaginn 7. ágúst og undirbúningurinn hefst í kvöld. Þessi hátíð hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar Gay pride hátíðir í heiminum að fjölskyldur og vinir samkynhneigðra taka fullan þátt. Það er einmitt mergurinn málsins því samkynhneigð er ekkert einkamál samkynhneigðra og við viljum að sjálfsögðu fagna okkar tilfinningalega frelsi með okkar nánustu." Á styrktarballinu á Nasa í kvöld kennir ýmissa grasa. "Hommaleikhúsið Hégómi stígur á stokk en svo ætlar dragdrottning allra landsmanna, Skjöldur Eyfjörð eða Míó eins og hún vill láta kalla sig, að frumflytja Gay Pride lagið í ár. Skjöldur sér líka um allt sjálfur, saumar búninga, hannar gervi og gefur allt í verkið. Það verður án efa hátíðleg athöfn þegar lagið verður frumflutt í kvöld," segir Páll Óskar en hann verður plötusnúður kvöldsins. "Ég held uppi stuðinu á Nasa langt fram eftir nóttu, verð fyrsti maðurinn inn í húsið og síðasti maðurinn út."
Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira