Helmingur vill segja upp störfum 12. júlí 2004 00:01 Ný könnun í Bandaríkjunum leiðir það í ljós að næstum helmingur vinnandi manna í Bandaríkjunum ætlar að hætta í vinnu sinni við fyrsta tækifæri. 2.600 starfsmenn tóku þátt í þessari könnun. Könnunin leiðir það í ljós að mörgum starfsmönnum finnst þeir metnir of lítils og eru óánægðir í vinnunni. 34 prósent myndu ekki mæla með vinnuveitenda sínum. 47 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni eru að leita að nýrri vinnu eða ætla að leita að nýrri vinnu á næstu tólf mánuðum. 112.000 ný störf urðu til í síðasta mánuði og um 1,2 milljónir starfa hafa orðið til það sem af er árinu 2004. Þessi aukna óánægja er mikið áhyggjuefni fyrir vinnuveitendur sem sjá nú fram á blómstrandi efnahag en í kjölfarið missa þeir alla bestu starfsmenn sína. Laun auka líka á óánægjuna og hafa þau hækkað mjög lítið á síðustu árum. Tæplega 50 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni segjast vera að skilja við vinnuna vegna lágra launa. Tímakaup hefur aðeins hækkað um 0,2 prósent á síðasta ári. 45 prósent sögðu hins vegar að framavonir sínar væru litlar í fyrirtækinu og því væru þau að hætta. 36 prósent eru á höttunum eftir betri eftirlaunasamningi. Það má ekki gleyma þeim sem vilja halda í vinnuna. Rúmlega 50 prósent sögðust halda áfram í núverandi vinnu vegna góðs eftirlaunasamnings á meðan 46 prósent nutu sveigjanlegs vinnutíma og 43 prósent sögðu auðvelt að komast til vinnu. Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný könnun í Bandaríkjunum leiðir það í ljós að næstum helmingur vinnandi manna í Bandaríkjunum ætlar að hætta í vinnu sinni við fyrsta tækifæri. 2.600 starfsmenn tóku þátt í þessari könnun. Könnunin leiðir það í ljós að mörgum starfsmönnum finnst þeir metnir of lítils og eru óánægðir í vinnunni. 34 prósent myndu ekki mæla með vinnuveitenda sínum. 47 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni eru að leita að nýrri vinnu eða ætla að leita að nýrri vinnu á næstu tólf mánuðum. 112.000 ný störf urðu til í síðasta mánuði og um 1,2 milljónir starfa hafa orðið til það sem af er árinu 2004. Þessi aukna óánægja er mikið áhyggjuefni fyrir vinnuveitendur sem sjá nú fram á blómstrandi efnahag en í kjölfarið missa þeir alla bestu starfsmenn sína. Laun auka líka á óánægjuna og hafa þau hækkað mjög lítið á síðustu árum. Tæplega 50 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni segjast vera að skilja við vinnuna vegna lágra launa. Tímakaup hefur aðeins hækkað um 0,2 prósent á síðasta ári. 45 prósent sögðu hins vegar að framavonir sínar væru litlar í fyrirtækinu og því væru þau að hætta. 36 prósent eru á höttunum eftir betri eftirlaunasamningi. Það má ekki gleyma þeim sem vilja halda í vinnuna. Rúmlega 50 prósent sögðust halda áfram í núverandi vinnu vegna góðs eftirlaunasamnings á meðan 46 prósent nutu sveigjanlegs vinnutíma og 43 prósent sögðu auðvelt að komast til vinnu.
Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira