Heimurinn er svolítið stór 12. júlí 2004 00:01 "Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum. Atvinna Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þar sem eftirspurn er eftir afurðum úr íslenskum jurtum ákváðum við að bjóða upp á námskeið í tínslu og meðhöndlun þeirra meðal kvenna sem hafa aðgang að hentugu landi," segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, starfsmaður verkefnisins Fósturlandsins freyjur. Hún segir kennsluna verða á hendi sérfræðinga Vistfræðistofunnar og býst við að námskeiðin verði haldin á þremur stöðum á landsbyggðinni og staðsett eftir þátttöku á hverju svæði fyrir sig. Mikill áhugi sé fyrir þeim. "Á fimmta tug kvenna hefur haft samband eftir að við auglýstum. Þær eru óskaplega glaðar yfir því að eitthvað skuli vera gert á þessu sviði," segir hún. Fósturlandsins freyjur er þriggja ára verkefni á vegum atvinnu og jafnréttisráðgjafa Byggðastofnunar og er ætlað konum í dreifbýli. Bjarnheiður segir hægt að skipta þeim í þrjá hópa sem hafi haft samband vegna jurtatínslunnar. Í einum þeirra séu konur sem hafi áhuga á að tína villtan gróður. Annar hafi áhuga á að rækta og tína jurtir á jörðum sínum og í þriðja hópnum séu konur sem vilji vinna afurðir úr jurtum. "Þannig að þetta kann að hafa margfeldisáhrif þegar upp er staðið," segir hún ánægjulega og bætir við að í kjölfar námskeiðanna verði farið í þróunarvinnu með þeim konum sem áhuga hafi á því. Síðan taki við lífrænisvottun þar sem fyrirhugaðir tínslustaðir verði teknir út. En hvaða tegundum er helst sóst eftir? "Það eru til dæmis vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur," upplýsir Bjarnheiður. Hún segir tvö íslensk fyrirtæki í eigu kvenna vera í samstarfi við Freyjurnar, annað í matvælaframleiðslu og hitt í snyrtivörugeiranum og muni þau koma til með að kaupa jurtir af konum víða um land. En skyldi markaðurinn vera ótakmarkaður? "Nei, örugglega ekki en bæði fyrirtækin eru í útflutningi og heimurinn er svolítið stór," svarar hún brosandi. Aðspurð segir Bjarnheiður körlum ekki meinaður aðgangur að grasatínslunni og því síður ætlunina að stuðla að hjónaskilnuðum, þannig að hjón sem stundi þessa iðju saman séu velkomin. Hinsvegar sé verkefnið sérstaklega ætlað konum og þeim finnist það greinilega heillandi. "Hljómgrunnurinn er góður en við erum bara að stíga fyrstu skrefin." segir hún að lokum.
Atvinna Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira