Dansar við Ómar Ragnars 12. júlí 2004 00:01 Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg." Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg."
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira