Gaman á Kentucky Fried 12. júlí 2004 00:01 Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær. Atvinna Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær.
Atvinna Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira