Menning

Sölumet Volvo

Sölumet er í uppsiglingu hjá Volvo í sölu á fólksbílum. Fyrri helming ársins hækkaði sala um ellefu prósent, eða úr 211 þúsund bílum í 234 þúsund bíla sé miðað við síðasta ár. Ef salan heldur áfram að aukast þá horfir fram á nýtt sölumet hjá Volvo uppá 460 þúsund bíla yfir allt árið. Núverandi sölumet hjá Volvo er frá árinu 2000 en þá seldust 422 þúsund bílar. Fyrri helmingur ársins í Bandaríkjunum hefur verið sá besti hjá Volvo hingað til. Sala hefur aukist um tvö prósent síðan í fyrra sem var metár og hafa rúmlega 69 þúsund bílar selst þar í landi. Söluaukning í Bretlandi var tíu prósent, 32 prósent í Þýskalandi og 37 prósent í Frakklandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.