Menning

Skipt um olíu

Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn að skipta um olíu á bílnum sínum. Festa olíutappann, vera viss um að olíusían sé rétt hert og nýja olían komin á vélina. Draga síðan olíukvarðann upp til að skoða hreinu olíuna, en þá byrjar ballið, það er komin of mikil olía á vélina. Í flestum tilfellum er ástæðan sú að það er engin olía komin inn í síuna. Meðalolíusía tekur um hálfan lítra af olíu. Það er því nóg að setja vélina í gang í smá stund og mæla svo aftur olíuna á vélinni. Ef það er ennþá of mikil olía á vélinni þá verður maður að losa olíutappann og hleypa umfram olíu af vélinni. Það sem gerist ef það er sett of mikil olía á vélina er að sveifarásin lemst ofan í olíuna og á þá erfiðara með að snúast sem veldur aukinni bensíneyðslu en það er annað verra. Þegar sveifarásin lemst ofan í olíuna þeytist hún og verður eins og egg sem er búið að þeyta vel. Mikið súrefni er komið saman við olíuna sem veldur neyðarástandi í vélinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vantar þig góð ráð. Sendu Jóni Heiðari póst á netfangið bilar@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.