Aukinn áhugi á sjálfboðastörfum 5. júlí 2004 00:01 Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda. Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda.
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira