Smíðar úr og bíla 2. júlí 2004 00:01 Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi. Bílar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi.
Bílar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira