Súpa og steik 25. júní 2004 00:01 Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skjánum í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfundunum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsja eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handritshöfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. "Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari." Nú standa yfir upptökur á annarri umferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekkert upp um innihald þáttanna. "Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsja. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð," segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið "steiktur". Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. "Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem handritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi." Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyrir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. "Ég á orðið heilan helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifunum. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litlar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi." Þrándur hefur óbilandi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eldinum og hyggst ljúka við kvikmyndahandrit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira