Ekur um á amerískum eðalvagni 25. júní 2004 00:01 Ragnar Bjarnason söngvari á amerískan bíl af gerðinni Mercury Marquis, árgerð ´92, og var hann keyptur frá Florída fyrir rúmum sex árum síðan. Ragnar segist vera haldinn amerískri bíladellu sem skýrist af því að hér áður fyrr keyrði hann nær eingöngu ameríska bíla þegar hann vann sem leigubílstjóri hjá BSR. "Bíllinn er bæði rúmgóður og hefur nánast ekkert bilað síðan ég keypti hann. Hann er afturhjóladrifinn og það nægir að stýra með einum putta. Hann er því afskaplega þægilegur í akstri. Ég á ekki í neinum vandræðum með að fá á varahluti í bílinn því varahlutavandræði eru að mestu úr sögunni. Ég fer annaðhvort í Bílabúð Benna eða panta varahlutina á netinu og tekur hvort tveggja stuttan tíma," segir hann. Ragnar á um þessar mundir 50 ára söngafmæli og í september verður kappinn sjötugur. Í tilefni þess ætlar hann að gefa út disk í haust og er hann búinn að fá til liðs við sig fjöldann allan af frábærum söngvurum sem mun syngja með honum á disknum. "Bogomil Font, Silja Ragnarsdóttir, Bjarni Ara, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Óskar og fleiri ætla að taka lagið með mér. Á disknum verður einnig eitt lag til minningar um Sumargleðina. Það lag mun ég syngja ásamt gömlu félögunum úr Sumargleðinni þeim Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hemma Gunn og Magnúsi Ólafssyni. Það má því búast við að mikið fjör verði í því lagi," segir Ragnar og hlær. Bílar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari á amerískan bíl af gerðinni Mercury Marquis, árgerð ´92, og var hann keyptur frá Florída fyrir rúmum sex árum síðan. Ragnar segist vera haldinn amerískri bíladellu sem skýrist af því að hér áður fyrr keyrði hann nær eingöngu ameríska bíla þegar hann vann sem leigubílstjóri hjá BSR. "Bíllinn er bæði rúmgóður og hefur nánast ekkert bilað síðan ég keypti hann. Hann er afturhjóladrifinn og það nægir að stýra með einum putta. Hann er því afskaplega þægilegur í akstri. Ég á ekki í neinum vandræðum með að fá á varahluti í bílinn því varahlutavandræði eru að mestu úr sögunni. Ég fer annaðhvort í Bílabúð Benna eða panta varahlutina á netinu og tekur hvort tveggja stuttan tíma," segir hann. Ragnar á um þessar mundir 50 ára söngafmæli og í september verður kappinn sjötugur. Í tilefni þess ætlar hann að gefa út disk í haust og er hann búinn að fá til liðs við sig fjöldann allan af frábærum söngvurum sem mun syngja með honum á disknum. "Bogomil Font, Silja Ragnarsdóttir, Bjarni Ara, Guðrún Gunnarsdóttir, Páll Óskar og fleiri ætla að taka lagið með mér. Á disknum verður einnig eitt lag til minningar um Sumargleðina. Það lag mun ég syngja ásamt gömlu félögunum úr Sumargleðinni þeim Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Hemma Gunn og Magnúsi Ólafssyni. Það má því búast við að mikið fjör verði í því lagi," segir Ragnar og hlær.
Bílar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira