Hornstrandir 23. júní 2004 00:01 Guðmundur Hallvarðsson tónlistarmaður var á förum norður á Hornstrandir að dytta að eyðibýlum og skálum eftir veturinn þegar við náðum í hann. Hann á þar margt sporið sem fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands í fjórtán ár. Enn er sumar fram undan og enn verður gengið um eyðibyggðir og fjöll Hornstranda. "Við teygjum okkur yfir nokkuð stórt svæði og erum með mismunandi ferðir sem geta tekið allt að sjö dögum," segir hann. "Sumar eru hreinar bakpokaferðir þar sem fólk ber allan sinn farangur enda vilja sumir hafa fyrirkomulagið sem frumstæðast og reyna á sig. Í öðrum eru meiri þægindi, svo sem trússbátar, og í sumum ferðum er fæði innifalið. Þannig er reynt að mæta ólíkum þörfum. Þetta eru allt frekar erfiðar ferðir og fólk þarf að vera þokkalega á sig komið til að leggja í þær nema það ætli að dvelja á sama stað því það er líka inni í myndinni. Við erum til dæmis með ferðir sem við köllum Sæludaga í Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á sama stað í ágætu húsi og fólk ræður hvort það fer í göngu á hverjum degi. Það getur líka verið um kyrrt og hugleitt heimsmálin." Ferðalög Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðmundur Hallvarðsson tónlistarmaður var á förum norður á Hornstrandir að dytta að eyðibýlum og skálum eftir veturinn þegar við náðum í hann. Hann á þar margt sporið sem fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands í fjórtán ár. Enn er sumar fram undan og enn verður gengið um eyðibyggðir og fjöll Hornstranda. "Við teygjum okkur yfir nokkuð stórt svæði og erum með mismunandi ferðir sem geta tekið allt að sjö dögum," segir hann. "Sumar eru hreinar bakpokaferðir þar sem fólk ber allan sinn farangur enda vilja sumir hafa fyrirkomulagið sem frumstæðast og reyna á sig. Í öðrum eru meiri þægindi, svo sem trússbátar, og í sumum ferðum er fæði innifalið. Þannig er reynt að mæta ólíkum þörfum. Þetta eru allt frekar erfiðar ferðir og fólk þarf að vera þokkalega á sig komið til að leggja í þær nema það ætli að dvelja á sama stað því það er líka inni í myndinni. Við erum til dæmis með ferðir sem við köllum Sæludaga í Hlöðuvík. Þá er alltaf gist á sama stað í ágætu húsi og fólk ræður hvort það fer í göngu á hverjum degi. Það getur líka verið um kyrrt og hugleitt heimsmálin."
Ferðalög Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira