Snúsað með karlmönnum 22. júní 2004 00:01 Þóra Karítas segir íslenska karlmanninn og GSM-símann fullnægja sömu þörfum Ég gerði stórmerka uppgötvun í vikunni þegar ég komst að því að íslenskir karlmenn og farsíminn minn hefðu algjörlega sömu fúnksjón í mínu lífi. Ég ætla ekki að fara út í nákvæmar samanburðarrannsóknir í þessum efnum og læt vera allar klénar samlíkingar um að að íslenskir karlmenn geti verið harðgerir, titrandi, syngjandi, malandi eða jafnvel batteríislausir, lokaðir og læstir alveg eins og GSM-síminn minn. Nei, ég er ekki að tala um neitt svona grátt svæði líkingaflóðs í anda rauðu seríunnar, sem ég hef reyndar aldrei gerst svo djörf að lesa, heldur er ég að tala um þá beinu virkni, völd og áhrif sem bæði farsíminn minn og íslenskir karlmenn hafa á mitt líf. Málið er sem sagt að farsíminn minn og íslenskir karlmenn sjá í sameiningu til þess að ég sofi ekki of mikið. Og nú er ég ekki að fara að tjá mig um hvað íslenskir karlmenn séu vel til þess brúklegir að kúra með og mala við langt fram eftir nóttu. Ég er ekki heldur að fara að halda því fram að ég sé svo umvafin vinum og vinsældum að síminn hreinlega stoppi aldrei og haldi þannig fyrir mér vöku á hverju kvöldi. Nei, það eina sem ég uppgötvaði í vikunni er að lífið væri erfitt bæði án snústakkans á símanum mínum og líka án íslensku karlmannanna sem sjá um að byggja hótelið sem rís nú hærra en Hallgrímskirkja beint fyrir utan kjallaragluggann minn. Klukkan hálf átta byrja karlmennirnir við sína göfgu smíðavinnu og þá rumska ég fyrst. Svo er ég milli tveggja heima fram til átta þegar vekjaraklukkann á farsímanum hringir. Þá er reglan eitt snús, á fætur tíu mínútur yfir, sturta, morgunmatur og strætó í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun
Þóra Karítas segir íslenska karlmanninn og GSM-símann fullnægja sömu þörfum Ég gerði stórmerka uppgötvun í vikunni þegar ég komst að því að íslenskir karlmenn og farsíminn minn hefðu algjörlega sömu fúnksjón í mínu lífi. Ég ætla ekki að fara út í nákvæmar samanburðarrannsóknir í þessum efnum og læt vera allar klénar samlíkingar um að að íslenskir karlmenn geti verið harðgerir, titrandi, syngjandi, malandi eða jafnvel batteríislausir, lokaðir og læstir alveg eins og GSM-síminn minn. Nei, ég er ekki að tala um neitt svona grátt svæði líkingaflóðs í anda rauðu seríunnar, sem ég hef reyndar aldrei gerst svo djörf að lesa, heldur er ég að tala um þá beinu virkni, völd og áhrif sem bæði farsíminn minn og íslenskir karlmenn hafa á mitt líf. Málið er sem sagt að farsíminn minn og íslenskir karlmenn sjá í sameiningu til þess að ég sofi ekki of mikið. Og nú er ég ekki að fara að tjá mig um hvað íslenskir karlmenn séu vel til þess brúklegir að kúra með og mala við langt fram eftir nóttu. Ég er ekki heldur að fara að halda því fram að ég sé svo umvafin vinum og vinsældum að síminn hreinlega stoppi aldrei og haldi þannig fyrir mér vöku á hverju kvöldi. Nei, það eina sem ég uppgötvaði í vikunni er að lífið væri erfitt bæði án snústakkans á símanum mínum og líka án íslensku karlmannanna sem sjá um að byggja hótelið sem rís nú hærra en Hallgrímskirkja beint fyrir utan kjallaragluggann minn. Klukkan hálf átta byrja karlmennirnir við sína göfgu smíðavinnu og þá rumska ég fyrst. Svo er ég milli tveggja heima fram til átta þegar vekjaraklukkann á farsímanum hringir. Þá er reglan eitt snús, á fætur tíu mínútur yfir, sturta, morgunmatur og strætó í vinnuna.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun