Íþróttir - tvíeggjað sverð? 22. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson veit að fótboltinn er lífið og áttar sig því á að það er stutt í geðveikina Íþróttir og kappleikir af ýmsum toga er eitthvað sem nýtur mikillar hylli hjá mannskepnunni. Aðdáunin byrjar yfirleitt á yngri árunum og þróast svo út frá því. Það þarf ekki að fara mörgum orðum hversu mikið forvarnargildi íþróttir hafa, bæði fyrir ungt fólk sem stundar þær eða fylgist með. En það er alveg spurning hvar draga á línuna sem aðskilur uppbyggilega skemmtun frá geðveiki. Var eitt sinn staddur á pollamóti, þar sem tókust á 10 til 12 ára guttar. Nokkrir af foreldrum drengjanna voru viðstaddir til að gera sér glaðan dag og styðja afkvæmin í baráttunni. Allt hófst þetta á saklausu nótunum, gott veður og andrúmsloftið afslappað. Það átti svo sannarlega eftir að breytast. Áður en ég vissi af voru nokkrir pabbar farnir að spýta út úr sér óorðum í garð dómarans. Það sem byrjaði sem heilbrigð hvatning varð á endanum hrein og klár geðveila. Ekki nóg með að aumingja dómarinn fengi að heyra það heldur urðu strákpjakkarnir fyrir aðkastinu líka. Viðstaddir urðu yfir sig hneykslaðir af framgöngu mannanna og ekki síst dómarinn sem fékk sig að lokum fullsaddan af skítkastinu og sá sig tilknúinn að vísa mönnunum út af svæðinu. "Fyrirmyndirnar sjálfar farnar að gera ansi stórt í buxurnar," varð einum að orði meðan hann fylgdist með mönnunum yfirgefa völlinn. "Og svo fussar fólk og sveiar yfir ungdómnum í dag. Það kemur greinilega úr hörðustu átt!" bætti kona nokkur við. Ungu leikmennirnir gengu niðurlútir af velli eftir annars ágætis frammistöðu, slík var skömmin yfir uppátækinu. Geymt - en ekki gleymt hjá þeim sem viðstaddir voru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Smári Jósepsson veit að fótboltinn er lífið og áttar sig því á að það er stutt í geðveikina Íþróttir og kappleikir af ýmsum toga er eitthvað sem nýtur mikillar hylli hjá mannskepnunni. Aðdáunin byrjar yfirleitt á yngri árunum og þróast svo út frá því. Það þarf ekki að fara mörgum orðum hversu mikið forvarnargildi íþróttir hafa, bæði fyrir ungt fólk sem stundar þær eða fylgist með. En það er alveg spurning hvar draga á línuna sem aðskilur uppbyggilega skemmtun frá geðveiki. Var eitt sinn staddur á pollamóti, þar sem tókust á 10 til 12 ára guttar. Nokkrir af foreldrum drengjanna voru viðstaddir til að gera sér glaðan dag og styðja afkvæmin í baráttunni. Allt hófst þetta á saklausu nótunum, gott veður og andrúmsloftið afslappað. Það átti svo sannarlega eftir að breytast. Áður en ég vissi af voru nokkrir pabbar farnir að spýta út úr sér óorðum í garð dómarans. Það sem byrjaði sem heilbrigð hvatning varð á endanum hrein og klár geðveila. Ekki nóg með að aumingja dómarinn fengi að heyra það heldur urðu strákpjakkarnir fyrir aðkastinu líka. Viðstaddir urðu yfir sig hneykslaðir af framgöngu mannanna og ekki síst dómarinn sem fékk sig að lokum fullsaddan af skítkastinu og sá sig tilknúinn að vísa mönnunum út af svæðinu. "Fyrirmyndirnar sjálfar farnar að gera ansi stórt í buxurnar," varð einum að orði meðan hann fylgdist með mönnunum yfirgefa völlinn. "Og svo fussar fólk og sveiar yfir ungdómnum í dag. Það kemur greinilega úr hörðustu átt!" bætti kona nokkur við. Ungu leikmennirnir gengu niðurlútir af velli eftir annars ágætis frammistöðu, slík var skömmin yfir uppátækinu. Geymt - en ekki gleymt hjá þeim sem viðstaddir voru.