Það er dónaskapur að tala í bíó! 22. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson reyndi að kenna bíógestum mannasiði. Ég fór að sjá nýju Harry Potter-myndina um daginn. Þetta hefði orðið alveg dásamleg upplifun ef fyrir aftan mig hefði ekki setið par sem lét eins og það væri inni í stofu heima hjá sér. Talaði sín á milli um hversu ólík myndin væri bókinni, látlaust, eins og það væri á málþingi í Gerðubergi. Fyrst reyndi ég kurteisu leiðina. Horfði vingjarnlega til baka, og brosti til þeirra. Það gekk ekki. Þegar parið var svo byrjað að benda á tjaldið um leið og það sá eitthvað undravert prófaði ég að líta reiðilega um öxl til þeirra. Það gekk ekki. Í hléinu íhugaði ég hvort ég ætti ekki bara að nefna það við þau að það væri gríðarlegur dónaskapur að tala á meðan á sýningu stendur. Ákvað svo bara að vera bjartsýnn og treysta því að ég hefði komið skilaboðunum áleiðis. Ég hafði rangt fyrir mér. Eftir hlé versnaði ástandið. Á meðan Harry Potter barðist við varúlfa og reyndi hvað hann gat að forðast fangann frá Azkaban hélt parið rökræðum sínum áfram og var greinilega orðið heitt í hamsi. Nú sneri ég mér almennilega við, setti upp augnaráð sem hefði fengið Snape til að titra, setti vísifingur upp að vörum mínum og sussaði hátt. Þau þóttust ekki taka eftir mér, en ég sá bros renna á varir þeirra. Í heila viku hafa þau legið kefluð í dýflissunni heima hjá mér. Þar kom ég fyrir öflugu hátalarakerfi, þar sem ég spila allar útvarpsstöðvarnar í einu á hæsta styrk, stanslaust. Hefndin er sæt. Muna þetta næst. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson reyndi að kenna bíógestum mannasiði. Ég fór að sjá nýju Harry Potter-myndina um daginn. Þetta hefði orðið alveg dásamleg upplifun ef fyrir aftan mig hefði ekki setið par sem lét eins og það væri inni í stofu heima hjá sér. Talaði sín á milli um hversu ólík myndin væri bókinni, látlaust, eins og það væri á málþingi í Gerðubergi. Fyrst reyndi ég kurteisu leiðina. Horfði vingjarnlega til baka, og brosti til þeirra. Það gekk ekki. Þegar parið var svo byrjað að benda á tjaldið um leið og það sá eitthvað undravert prófaði ég að líta reiðilega um öxl til þeirra. Það gekk ekki. Í hléinu íhugaði ég hvort ég ætti ekki bara að nefna það við þau að það væri gríðarlegur dónaskapur að tala á meðan á sýningu stendur. Ákvað svo bara að vera bjartsýnn og treysta því að ég hefði komið skilaboðunum áleiðis. Ég hafði rangt fyrir mér. Eftir hlé versnaði ástandið. Á meðan Harry Potter barðist við varúlfa og reyndi hvað hann gat að forðast fangann frá Azkaban hélt parið rökræðum sínum áfram og var greinilega orðið heitt í hamsi. Nú sneri ég mér almennilega við, setti upp augnaráð sem hefði fengið Snape til að titra, setti vísifingur upp að vörum mínum og sussaði hátt. Þau þóttust ekki taka eftir mér, en ég sá bros renna á varir þeirra. Í heila viku hafa þau legið kefluð í dýflissunni heima hjá mér. Þar kom ég fyrir öflugu hátalarakerfi, þar sem ég spila allar útvarpsstöðvarnar í einu á hæsta styrk, stanslaust. Hefndin er sæt. Muna þetta næst. Takk fyrir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun