Fjölbreytt og skemmtilegt starf 18. júní 2004 00:01 Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Sjá meira
Þórunn Sigþórsdóttir er landvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Hún hefur starfað sem skála- og landvörður víðs vegar um landið í um tíu ár og má þar nefna Landmannalaugar, Herðubreiðarlindir og Öskju. Þetta er þriðja sumar Þórunnar í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hefur hún starfað þar sem landvörður frá stofnun hans og líkar vel. "Störf landvarða eru margvísleg og geta verið ólík frá einu svæði til annars, allt eftir aðstæðum og náttúrufari. Almennt eiga landverðir það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og náttúruvernd. Ég hef starfað bæði hér og á hálendinu og finnst bæði mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst bæði fróðlegt og lærdómsríkt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað hér í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þetta er þriðja sumarið sem hann er starfræktur og felst starfið okkar að miklu leyti í uppbyggingu hans eins og að fræða fólk um svæðið, skipuleggja göngustíga, ýmiss konar viðhald og að laga gönguleiðir. Það getur því berið breytilegt frá degi til dags. Með fræðslu og góðu aðgengi er fólki auðvelduð umgengni um náttúru landsins. Þann 19. júní hefst svo hefðbundin dagskrá þjóðgarðsins. Þá verður ýmis fræðsla í boði fyrir gesti, gönguferðir verða fimm sinnum í viku og barnastundir tvisvar í viku," segir Þórunn. Þórunn segir ferðamannastrauminn á svæðið hafa aukist verulega eftir stofnun þjóðgarðsins. "Hér er ægifögur náttúra og margt að skoða. Það á að fara að opna gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum og þar munu landverðir vera til staðar og veita upplýsingar," segir hún. Á veturna hefur Þórunn verið að læra ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Sjá meira