Góður andi í Grafarvogskirkju 18. júní 2004 00:01 "Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég varð snemma trúhneigð og þegar ég fermdist fann ég fyrir sterkri trúarþörf. Eflaust er þetta mér mjög eðlislægt því ég hef alltaf séð guð í öllu. Þegar ég var barn og sá fallegt tré hugsaði ég um hvað guð væri góður. Í menntaskóla las ég mikið í biblíunni og langaði til að verða prestur en það var erfitt að viðurkenna það fyrir samfélaginu. Ég reyndi fyrir mér á hinum ýmsu brautum í skólanum og var mjög leitandi. Ég var mikið í keppnisíþróttum og lengst af ætlaði ég mér að verða íþróttakennari. Á endanum lét ég undan sjálfri mér, skellti mér í guðfræðideild Háskóla Íslands og fann um leið að það var það sem ég vildi." Hún þurfti þó ekki að gefa íþróttirnar upp á bátinn og hefur starfað aukalega sem íþróttaleiðbeinandi. Í dag kennir hún sundleikfimi og hefur m.a. tekið að sér kennslu á Grafarvogsdeginum. Lena Rós ólst upp í Ólafsfirði með annan fótinn innan kirkjunnar. Móðir hennar var mjög virk í barnastarfi kirkjunnar og faðir hennar í unglingastarfi. "Þar var líka mjög öflugt æskulýðsstarf og uppeldi mitt hefur líklega gert mig meðtækilegri fyrir trúnni." Nú er Lena sjálf að ala upp börnin sín þrjú og í kirkjunni sinnir hún m.a. æskulýðsstarfi. Hún er ekki í vafa um hvað er ánægjulegast í starfinu sem prestur. "Ég get leyft mér að segja fólki frá guði og Jesú og þessum gleðiboðskap. Hjálpað fólki að opna augun. Á meðan ég var í námi vann ég sem tómstundafulltrúi í Vogum og var í fyrsta sinn á ævi minni utan kirkjunnar. Ég gat auðvitað ekki predikað og talað blátt áfram um guð í slíku starfi. Nú fæ ég svalað þessari þörf fyrir að boða guð og get notað tækifærið þar sem fólk er. Hér í Grafarvogskirkju er alveg ótrúlega gott að vera og frábær starfsandi. Mér þykir mjög sérstakt að koma ný inn á svona stofnun þar sem fólkið algjörlega ber mann á örmum sér. Ég þarf að keyra langa leið til að komast í vinnuna á morgnana en ég brosi bara alla leið, það er svo gott að koma í vinnuna." Lena hyggst nú flytja frá Suðurnesjum og setjast að nær starfsumhverfi sínu í Grafarvoginum ásamt fjölskyldunni. "Sem átján ára unglingur var dálítið hallærislegt að segjast vilja verða prestur," hlær Lena Rós Matthíasdóttir, en hún var sett inn í embætti prests við Grafarvogskirkju ekki alls fyrir löngu. thora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira