Menning

Góð ráð

Í síðasta pistli fjallaði ég um það hvað blágrár reykur snemma morguns getur sagt okkur um ástand vélarinnar. Þá er komið að því þegar bíll fer að gefa frá sér þykkan hvítan reyk um það leyti sem vélin er að ná eðlilegum vinnsluhita. Hvíti reykurinn merkir að það er komið vatn inn í brunahólf vélarinnar. Eina vatnið sem getur verið þar á ferðinni er kælivatnið. Ástæðan fyrir því að reykurinn verður meiri þegar vélin hitnar er að þá er kominn fullur þrýstingur á vatnskerfið og vatnið smýgur inn í hólfið. Veikasti hlekkurinn milli kælivökvans og brunahólfsins er "heddpakkningin". Þegar svona er komið er mjög oft komin einhver óþverri í kælivatnið sem sést þegar kíkt er ofan í vatnskassann. Það borgar sig að fara með bílinn á verkstæði áður en vélin fer að ganga illa og láta skipta um heddpakkninguna. Því ef vatnið fer að renna saman við smurolíuna þá er voðinn vís og vélin verður ónýt á augabragði. Vélin getur líka ofhitnað og hreinlega bráðnað föst. Þegar vatn er komið í olíuna þá missir olían smureiginleika sína og verður eins og hnetujógúrt, sem bíllinn hefur ekkert gagn af. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á netfangið bilar@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×