Menning

Þjóðverjar reynsluaka VW Touareg

Hópur Þjóðverja er staddur hér á landi til þess að reynsluaka VW Touareg jeppanum við sem fjölbreyttastar aðstæður. Ekið verður á hefðbundnum íslenskum malarvegum, um fjallvegi og jeppaslóða þar sem meðal annars er ekið yfir óbrúaðar ár, auk þess sem þýsku ökumennirnir fá að aka jeppunum um íslenska jökla. Vegna þessa verkefnis fluttu Volkswagen-verksmiðjurnar fimm Touareg-jeppa hingað til lands. Volkswagen-verksmiðjurnar buðu áhugasömum eigendum Touareg-lúxusjeppana og væntanlegum kaupendum þeirra að reynsluaka bílunum við framandi aðstæður. Unnt var að velja milli reynsluaksturs í Kína, Suður Afríku, Marokkó, Bandaríkjunum og á Íslandi. Flestir völdu að reynsluaka bílnum á Íslandi og í Marokkó. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen-verksmiðjurnar framleiða en jeppinn var frumsýndur í París haustið 2002. Touareg-jeppinn er vinsælasti bíllinn í flokki lúxusjeppa í Evrópu. Til þess að mæta eftirspurn hafa Volkswagen-verksmiðjurnar ákveðið að auka framleiðslu á Touareg-jeppanum úr 60 þúsund bílum á ári upp í 100 þúsund bíla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.