Glæsilegur blæjubíll 18. júní 2004 00:01 "Það er nú óþægilega mikið tekið eftir mér á þessum bíl og ég er nú ekki mjög gefinn fyrir athyglina," segir Gísli Ágúst Halldórsson stoltur eigandi blæjubílsins Mercedes Benz SLK 230 Kompressor. Bílinn er árgerð 1999 en Gísli keypti hann nýjan frá Ræsi á síðasta ári. Gísli þarf ekki að láta bílinn í geymslu á veturna eins og sumir eigundur blæjubíla hér á landi. "Bíllinn er með spólvörn og ABS og því er ekkert vandamál að keyra hann á veturna. Það er toppur á honum en ekki blæja og hann er mjög harður og dugar vel í öllum veðrum," segir Gísli sem freistast stundum til að gefa í. "Það er mjög skemmtilegt að keyra þennan bíl. Hann er fjögurra sílindra og hann eyðir mjög litlu bensíni. Hann er mjög léttur á sér og því freistast ég stundum til að prufa kraftinn og gefa aðeins í," segir Gísli en bíllinn er með 2,3 lítra vél og er 193 hestöfl. Gísli er ekkert búinn að gera fyrir bílinn og er hann því alveg óbreyttur frá Ræsi. Hins vegar er aukabúnaður í honum sem er ekki vanalegur í öllum bílum. Til dæmis er í honum BOSE-hljóðkerfi og toppurinn er rafdrifinn. "Það fylgir svona bílum sú ímynd að fólk sem eigi svona bíl eigi peninga. Ég myndi alla vega ekki mæta eitthvað á þessum bíl til að biðja um afslátt einhvers staðar." Bílar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er nú óþægilega mikið tekið eftir mér á þessum bíl og ég er nú ekki mjög gefinn fyrir athyglina," segir Gísli Ágúst Halldórsson stoltur eigandi blæjubílsins Mercedes Benz SLK 230 Kompressor. Bílinn er árgerð 1999 en Gísli keypti hann nýjan frá Ræsi á síðasta ári. Gísli þarf ekki að láta bílinn í geymslu á veturna eins og sumir eigundur blæjubíla hér á landi. "Bíllinn er með spólvörn og ABS og því er ekkert vandamál að keyra hann á veturna. Það er toppur á honum en ekki blæja og hann er mjög harður og dugar vel í öllum veðrum," segir Gísli sem freistast stundum til að gefa í. "Það er mjög skemmtilegt að keyra þennan bíl. Hann er fjögurra sílindra og hann eyðir mjög litlu bensíni. Hann er mjög léttur á sér og því freistast ég stundum til að prufa kraftinn og gefa aðeins í," segir Gísli en bíllinn er með 2,3 lítra vél og er 193 hestöfl. Gísli er ekkert búinn að gera fyrir bílinn og er hann því alveg óbreyttur frá Ræsi. Hins vegar er aukabúnaður í honum sem er ekki vanalegur í öllum bílum. Til dæmis er í honum BOSE-hljóðkerfi og toppurinn er rafdrifinn. "Það fylgir svona bílum sú ímynd að fólk sem eigi svona bíl eigi peninga. Ég myndi alla vega ekki mæta eitthvað á þessum bíl til að biðja um afslátt einhvers staðar."
Bílar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira