Hver sem er getur grillað fisk 18. júní 2004 00:01 "Það er yfir höfuð dauðaeinfalt að grilla. Aðalatriðið er bara að hafa góðan félagsskap," segir Kristófer Ásmundsson, matreiðslumaður á matsölustaðnum og fiskversluninni Gallerý fiski. "Áhugi fyrir grillun á fisk hefur aukist mjög mikið og færist grilltíminn alltaf framar og framar á almanakinu. Fyrir um tíu árum byrjaði fólk að kaupa grillfisk í júlí en nú í dag kaupir fólk grillfisk í stórum stíl strax um miðjan maí," segir Kristófer. Klassískir fiskar til að grilla eru lúða, skötuselur og lax en einnig hefur Gallerý fiskur verið að kynna fólk fyrir hlýra, löngu og blálöngu á grillið. "Nú er fólk búið að grilla yfir sig af kjöti og hefur því öðlast traust við grillmennskuna. Nú þorir fólk að prófa meira og eftir því sem það grillar oftar eykst færnin. Þá er fólk tilbúið að færa sig yfir í viðkvæmara grillfæði og leikur sér líka með grænmeti á grillinu," segir Kristófer og heldur að ein af ástæðum aukinna vinsælda grillfisks sé að heilsubylgjan hafi tekið allt með trompi. "Áhrif bylgjunnar sem Gaui litli kom af stað með því að stíga á vigtina gætir ennþá." Að sögn Kristófers getur samt hver sem er grillað fisk. "Mikilvægast er að hafa grindina hreina, olíuborna og vel heita. Áður en fisknum er skellt á grillið er örlítilli olíu bætt á hann líka. Byrjað er að grilla á góðum hita en síðan er lækkað undir. Varminn er þá kominn í grindina þannig að hún brennur frá fisknum. Þá losnar hann frá grindinni og hægt er að snúa fisknum við. Þá er fiskurinn orðinn mjög fallegur og fínar rendur á honum," segir Kristófer, sem leggur áherslu á það að aðeins á að grilla fisk einu sinni á hvorri hlið. "Fyrir þá sem eru alveg að byrja er gott að nota álbakka eða hamborgaraklemmu og skella fisknum í bakka eða klemmu á sjóðandi heitt grillið í svona eina til tvær mínútur og snúa svo. Það er alveg sáraeinfalt. Svo getur fólk prófað sig áfram með eitt og eitt stykki. Þá er gott að nota frekar stinnan fisk eins og lúðu, lax, skötusel, keilu eða steinbít," segir Kristófer og bætir við að hægt sé að grilla allt - nema kannski hrísgrjón. "Ég nota allt grænmeti, bæði eitt og sér og á teini, og baka líka kartöflur og hita þær á grillinu. Síðan er gott að hafa ferskt salat og einhverja góða kalda sósu með. Kosturinn við grillmeðlæti er að hægt er að laga það nokkru áður en gestirnir koma þannig að það er allt tilbúið." segir Kristófer að lokum. Matur Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Það er yfir höfuð dauðaeinfalt að grilla. Aðalatriðið er bara að hafa góðan félagsskap," segir Kristófer Ásmundsson, matreiðslumaður á matsölustaðnum og fiskversluninni Gallerý fiski. "Áhugi fyrir grillun á fisk hefur aukist mjög mikið og færist grilltíminn alltaf framar og framar á almanakinu. Fyrir um tíu árum byrjaði fólk að kaupa grillfisk í júlí en nú í dag kaupir fólk grillfisk í stórum stíl strax um miðjan maí," segir Kristófer. Klassískir fiskar til að grilla eru lúða, skötuselur og lax en einnig hefur Gallerý fiskur verið að kynna fólk fyrir hlýra, löngu og blálöngu á grillið. "Nú er fólk búið að grilla yfir sig af kjöti og hefur því öðlast traust við grillmennskuna. Nú þorir fólk að prófa meira og eftir því sem það grillar oftar eykst færnin. Þá er fólk tilbúið að færa sig yfir í viðkvæmara grillfæði og leikur sér líka með grænmeti á grillinu," segir Kristófer og heldur að ein af ástæðum aukinna vinsælda grillfisks sé að heilsubylgjan hafi tekið allt með trompi. "Áhrif bylgjunnar sem Gaui litli kom af stað með því að stíga á vigtina gætir ennþá." Að sögn Kristófers getur samt hver sem er grillað fisk. "Mikilvægast er að hafa grindina hreina, olíuborna og vel heita. Áður en fisknum er skellt á grillið er örlítilli olíu bætt á hann líka. Byrjað er að grilla á góðum hita en síðan er lækkað undir. Varminn er þá kominn í grindina þannig að hún brennur frá fisknum. Þá losnar hann frá grindinni og hægt er að snúa fisknum við. Þá er fiskurinn orðinn mjög fallegur og fínar rendur á honum," segir Kristófer, sem leggur áherslu á það að aðeins á að grilla fisk einu sinni á hvorri hlið. "Fyrir þá sem eru alveg að byrja er gott að nota álbakka eða hamborgaraklemmu og skella fisknum í bakka eða klemmu á sjóðandi heitt grillið í svona eina til tvær mínútur og snúa svo. Það er alveg sáraeinfalt. Svo getur fólk prófað sig áfram með eitt og eitt stykki. Þá er gott að nota frekar stinnan fisk eins og lúðu, lax, skötusel, keilu eða steinbít," segir Kristófer og bætir við að hægt sé að grilla allt - nema kannski hrísgrjón. "Ég nota allt grænmeti, bæði eitt og sér og á teini, og baka líka kartöflur og hita þær á grillinu. Síðan er gott að hafa ferskt salat og einhverja góða kalda sósu með. Kosturinn við grillmeðlæti er að hægt er að laga það nokkru áður en gestirnir koma þannig að það er allt tilbúið." segir Kristófer að lokum.
Matur Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira