Grillar allt árið um kring 18. júní 2004 00:01 "Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í. Matur Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Að grilla er alls ekki ósvipað því að semja tónlist, reyndar eru langflest tónskáld sem ég þekki mjög góðir kokkar almennt," segir Kolbeinn Einarsson, tónskáld og markaðsstjóri Margmiðlunar. "Ferlið hefst auðvitað með því að fara út í búð og sjá hvað er fallegasta og besta hráefnið þann daginn. Það er auðvitað mjög árstíðabundið, sérstaklega hvað varðar grænmeti og ávexti. Svo semur maður eitthvað bragðgott úr því sem maður velur sér," segir Kolbeinn. "Það hefur skapast sú hefð hjá mér að grilla um áramót en ég byrjaði á því í rómantískum vetrarferðum með konunni minni þar sem við fórum tvö út úr bænum eftir jólin með góðan mat, vín og jólabækurnar í farteskinu. Um áramótin grillaði ég yfirleitt nautalundir en síðustu ár hef ég snúið mér að lambinu," segir Kolbeinn en hann velur sér lambafillet með fiturönd úr Gallerí Kjöti og segir hann það erfitt að klikka með því úrvals hráefni sem þar fæst. "Þetta krydda ég með leynilegri kryddblöndu og ber fram með bakaðri kartöflu og spínatsalati. Kartöflurnar eru bakaðar inni í ofni en væri í sjálfu sér hægt að taka þær á grillinu líka, en það verður að gefa þeim góðan tíma. Síðustu tvö ár hef ég borið fram með þessu rifsberja Hagalín, sem er sósa sem vinur minn Stefán Hrafn á heiðurinn af." Kolbeinn segist grilla í hvaða veðri sem er, það þurfi bara smá skjól. Vindinum hættir til að feykja burt heita loftinu og kæla um of á meðan verið er að grilla. Þegar verið er að grilla kjöt skiptir miklu máli að loka því fyrst með háum hita og taka hann svo niður og jafnvel loka grillinu til þess að eldamennskan verði sem jöfnust. Þá er mikilvægt að færa kjötið til hliðar en ekki hafa það beint yfir gasinu. "Það er dauðasynd að eyðileggja gott hráefni með því að elda það svo mikið að það sé ekki nothæft til neins nema skógerðar," segir Kolbeinn. <B>Áramótalamb tónskáldsins með Hagalínsósu<P> lambafillet með fiturönd frá Gallerí Kjöti lambakjötskryddblanda Jónasar Þórs (fæst í Gallerí Kjöti) bökunarkartöflur Þrífið kartöflurnar, stingið í þær með gafli ótal göt allan hringinn og stráið yfir þær salti. Setjið þær inn í ofn á grind. Ekki setja þær í álpappír því þá soðna þær bara. Forkryddið kjötið og látið það vera í klukkustund eða lengur í ísskáp. Grillið kjötið og kryddið lítið eitt á meðan. Salat fersk spínatblöð tómatar ristuð sólblómafræ balsamedik, hvítlaukur og ólífuolía hendið hráefninu saman í skál. Hrærið saman ediki, hvítlauk og olíu og setjið yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Hagalínsósa 1 gráðaostur rifsberjahlaup, eftir smekk 1 peli rjómi Gráðaosturinn og rjóminn settur í pott og hrært saman. Rifsberjahlaup sett út í.
Matur Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira