Grænt á grillið 18. júní 2004 00:01 "Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu. Matur Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum. "Sérdeilis gott er að taka Butternut grasker, skera það til helminga og kjarnhreinsa og leggja það svo á grillið með sárið upp og gleyma því þar í dágóða stund, skafa svo kjötið upp úr hýðinu og stappa saman við hvítlaukssmjör," segir Dóra, sem hvetur fólk til að prófa hvað sem því dettur í hug þegar kemur að því að grilla. "Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn sem er grillað ásamt einhverju öðru sem þekkt er en ef það misheppnast alveg er maður bara reynslunni ríkari." <B>Í grænum hvelli við grillið<P> 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 1 rauðlaukur 150 ml eplasafi 100 ml tómatpurré 2 msk. rúsínur 3 msk. svartar ólífur salt og pipar Skerið grænmetið í sneiðar, sætu kartöflurnar þynnstar og rauðlaukinn í hringi. Veltið upp úr olíu og grillið á vel heitu grillinu, kartöflurnar eru settar fyrst og síðan kúrbíturinn og laukurinn. Kryddið með salti og pipar. Á sama tíma hitið þið saman tómatpurréið, rúsínurnar, eplasafann og ólífurnar í potti á grillinu. Setjið grillaða grænmetið í skál og hellið vökvanum yfir. Þetta er sérdeilis gott eitt og sér með brakandi salati og brauði eða sem meðlæti. <B>Ennþá einfaldara á grillið<P> 3 kúrbítur 2 hvítlauksgeirar 3 msk. ólífuolía 1/2 rauðlaukur fínt saxaður salt og pipar Kúrbíturinn er skorinn eftir endilöngu og skornir krossar ofan í kjötið (ekki í gegn). Fínt skornum hvítlauknum er troðið í krossana og allt er penslað með ólífuolíunni, lauknum er stráð yfir og salti og pipar. Smellt á heitt grillið og grillað bara á grænu hliðinni þar til krossarnir fara að opna sig. Þetta virkar vel með öllum mat og verður svo "djúsí" að þetta kemur í stað sósu með fiskinum og kjötinu. Ef tíminn er naumur er líka æði að smyrja bara bítinn með tilbúnu pestó eða tapanade. <B>Grillað nanbrauð<P> 100 g heilhveiti 300 g hveiti 3 dl AB-mjólk 1/2 tsk. lyftiduft salt bráðið smjör Hveitinu, AB-mjólkinni, lyftiduftinu og smá salti er hnoðað saman þar til það er þétt. Fletjið út í þunna klatta (passa að þeir verði ekki of stórir svo grillspaðinn ráði nú við þá). Smellt á vel heitt grillið og penslað létt með smjörinu.
Matur Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira