Öðruvísi myndlistarnámskeið 15. júní 2004 00:01 "Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur. Sólveig og Guðný er báðar myndlistarmenn og útskrifuðust úr Listaháskólanum fyrir ári síðan. "Það voru ekki nægir peningar hjá ÍTR þetta árið til að ráða okkur þannig að við ákváðum að setja á fót námskeið sjálfar. Myndlistarmenn eru í raun alltaf sjálfstæðir atvinnurekendur og það getur oft verið erfitt, við höfum hins vegar ákveðið að hætta að kvarta og skapa okkar eigin tækifæri," segir Sólveig. Guðný segir nauðsynlegt fyrir börn að fá tækifæri til að skapa og vinna með myndlist. "Ég held að kennsla í myndmennt og handmennt hafi svolítið setið á hakanum í skólum undanfarin ár. Okkur langar að gefa börnum tækifæri á að læra eitthvað nýtt á þessu sviði," segir Guðný. Námskeiðið verður í Austurbæjarskóla í sumar og hefst fyrra námskeiðið 21. júní en það síðara 5. júlí. "Námskeiðin verða í tvær vikur fyrir 9 til 12 ára krakka. Það verður farið í vettvangsferðir og kennslan verður fjölbreytt. Þetta verður svolítið öðruvísi en venjuleg myndlistarnámskeið," segi Sólveig og bætir Guðný því við að spreyveggirnir við Austurbæjarskóla verði meðal annars nýttir við kennsluna auk þess sem námskeiðunum lýkur með myndlistarsýningum í Klink og Bank. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum fyrir áhugasama krakka og er hægt að hringja í þær stöllur eftir upplýsingum. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við unnum síðasta sumar á leikjanámskeiðum ÍTR þar sem við ferðuðumst á milli og kenndum myndlist, en nú höfum við ákveðið að setja á fót sérstök myndlistarnámskeið fyrir krakka" segir Sólveig Einarsdóttir en hún hefur skipulagt námskeiðin í sumar ásamt Guðnýju Rúnarsdóttur. Sólveig og Guðný er báðar myndlistarmenn og útskrifuðust úr Listaháskólanum fyrir ári síðan. "Það voru ekki nægir peningar hjá ÍTR þetta árið til að ráða okkur þannig að við ákváðum að setja á fót námskeið sjálfar. Myndlistarmenn eru í raun alltaf sjálfstæðir atvinnurekendur og það getur oft verið erfitt, við höfum hins vegar ákveðið að hætta að kvarta og skapa okkar eigin tækifæri," segir Sólveig. Guðný segir nauðsynlegt fyrir börn að fá tækifæri til að skapa og vinna með myndlist. "Ég held að kennsla í myndmennt og handmennt hafi svolítið setið á hakanum í skólum undanfarin ár. Okkur langar að gefa börnum tækifæri á að læra eitthvað nýtt á þessu sviði," segir Guðný. Námskeiðið verður í Austurbæjarskóla í sumar og hefst fyrra námskeiðið 21. júní en það síðara 5. júlí. "Námskeiðin verða í tvær vikur fyrir 9 til 12 ára krakka. Það verður farið í vettvangsferðir og kennslan verður fjölbreytt. Þetta verður svolítið öðruvísi en venjuleg myndlistarnámskeið," segi Sólveig og bætir Guðný því við að spreyveggirnir við Austurbæjarskóla verði meðal annars nýttir við kennsluna auk þess sem námskeiðunum lýkur með myndlistarsýningum í Klink og Bank. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum fyrir áhugasama krakka og er hægt að hringja í þær stöllur eftir upplýsingum.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira