Blástursofn gerir kraftaverk 15. júní 2004 00:01 "Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð." Matur Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð."
Matur Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira