Lágmarksverð á kjöti 14. júní 2004 00:01 Ung kona spurði mig um daginn: "Hvað áttu við – lágmarksverð á kjöti"? Ég reyndi að útskýra fyrir henni að landbúnaðarráðherrann hefði áhyggjur af því að ekki seldist nóg af kindakjöti, sem hann er búinn að lofa að kaupa af bændum. Nú er verðið á lambakjöti hærra en svo að það keppi við nautakjöt, svínakjöt eða fuglakjöt, en verðið á þeim afurðum ræðst á markaði, þ.e. af framboði og eftirspurn. Fólk kaupir sem sagt ekki nóg af lambakjöti og þá finna spekingar náttúrlega gott úrræði, það er einfaldlega að setja lágmarksverð á allt hitt kjötið. Landbúnaðarráðherrann fékk meira að segja tvo mikilsvirta lögfræðinga til að kanna þetta fyrir sig og þeir komust að þeirri niðurstöðu að hægt væri að setja lög sem gætu bjargað þessum vandræðum á matvælamarkaðnum, þ.e. að verðið er of lágt. Stundum heldur maður reyndar að þetta sé grínmynd en ekki í alvörunni. Aldeilis held ég að kjötframleiðendur yrðu kátir en neytendur væntanlega ekki jafn kátir. En landbúnaðarráðherrann er náttúrulega ráðherra bænda en ekki okkar hinna, annað er allavega ekki að sjá og heyra. Við þessa umræðu rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég fluttist til Belgíu fyrir alllöngu og las þarlendar mannasiðabækur, að útlendingar voru sérstaklega varaðir við því að bjóða innfæddum uppá svínakjöt, ef þeir biðu þeim í mat. Ekki var þetta þó af trúarástæðum enda Belgar flestir kaþólikkar og borða hvaða kjöt sem er, heldur vegna þess hvað svínakjöt er mikill hverdagsmatur þar í landi. Þetta vakti náttúrulega athygli mína sem hafði verið alin upp við að svínakótilettur væru hátíðamatur, enda þá engin samkeppni á þeim markaði hér á landi. Núna dettur mönnum sem fara með stjórn landsins í hug að koma einhverju svoleiðis kerfi á aftur. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni, sem hælir sér af því að hafa innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum, eru orðnir svo uppgefnir á öllu þessu frelsi að þeir leita allra ráða til að afnema það. Hvort heldur er með fjölmiðlafrumvarpi eða með vangaveltum um lágmarksverð á kjöt. En það er nefnilega mergurinn málsins að ríkisstjórnin hefur ekki staðið fyrir neinni frelsisvæðingu. Viðskiptafrelsið kom með EES samningum og þess vegna þarf virta lögfræðinga til að skoða sérstaklega með hvaða ráðum megi skerða það án þess að hægt sé að kæra stjórnvöld fyrir brot á þeim samningi. Matarverð er hátt hér á landi, það er svo sem engin nýlunda. Ég rak augun í litla frétt á mbl.is um sænska könnun sem leiddi ljós að matvöruverð er 56% hærri á Íslandi og í Noregi en meðalverð á matvöru í EES ríkjunum. Íslensk könnun sem birt var á dögunum sýndi einhverja álíka útkomu. Sú könnun var byggð á þriggja ára gömlum tölum, landbúnaðarráðherrann vísaði henni pent á bug á þeim forsendum að matvöruverð hefði lækkað hér á landi síðan. En þó svo væri og matvöruverð væri "bara" þriðjungi hærra hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við, væri það ekki alveg nóg? Þriðji samanburðurinn birtist svo í BigMac vísitölunni, en sú nýjasta af þeirri tegundinni sýndi að sá vinsæli réttur er hvergi dýrari í öllum heiminum nema í Kuwait. Landbúnaðarráðherrar fyrr og síðar geta sannarlega hrósað sigri yfir að hafa staðið vel vörð um hagsmuni bænda. Við fáum að borga okurverð fyrir matvöru og samningar eru gerðir við bændur átta ár fram í tímann. Á sama tíma vitum við ekki hvaða fjármunum verður varið til Háskóla Íslands eða Landspítala-háskólasjúkrahúss á næsta ári, því menn eru að þrátta um það í ríkisstjórninni. Utanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hans halda því fram að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi verið samþykktur í kosningunum í fyrra, var þá líka samþykkt í þeim kosningum að halda matvöruverði háu og skera niður fjármuni til stofnanna eins og HÍ og LSH? Samkvæmt sömu lógik hlýtur svo að vera. Við verðum líklegast að sætta okkur við það fram að næstu kosningum að ríkisstjórnin gerir bara nákvæmlega það sem henni sýnist og kærir sig kollótta um hvað fólki finnst. Þau kalla þetta lýðræði alveg eins og þau kalla það þingræði að þjösna málum í gegnum Alþingi þó öll þjóðin standi á öndinni. Ég kalla þetta að fara illa með völd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Ung kona spurði mig um daginn: "Hvað áttu við – lágmarksverð á kjöti"? Ég reyndi að útskýra fyrir henni að landbúnaðarráðherrann hefði áhyggjur af því að ekki seldist nóg af kindakjöti, sem hann er búinn að lofa að kaupa af bændum. Nú er verðið á lambakjöti hærra en svo að það keppi við nautakjöt, svínakjöt eða fuglakjöt, en verðið á þeim afurðum ræðst á markaði, þ.e. af framboði og eftirspurn. Fólk kaupir sem sagt ekki nóg af lambakjöti og þá finna spekingar náttúrlega gott úrræði, það er einfaldlega að setja lágmarksverð á allt hitt kjötið. Landbúnaðarráðherrann fékk meira að segja tvo mikilsvirta lögfræðinga til að kanna þetta fyrir sig og þeir komust að þeirri niðurstöðu að hægt væri að setja lög sem gætu bjargað þessum vandræðum á matvælamarkaðnum, þ.e. að verðið er of lágt. Stundum heldur maður reyndar að þetta sé grínmynd en ekki í alvörunni. Aldeilis held ég að kjötframleiðendur yrðu kátir en neytendur væntanlega ekki jafn kátir. En landbúnaðarráðherrann er náttúrulega ráðherra bænda en ekki okkar hinna, annað er allavega ekki að sjá og heyra. Við þessa umræðu rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég fluttist til Belgíu fyrir alllöngu og las þarlendar mannasiðabækur, að útlendingar voru sérstaklega varaðir við því að bjóða innfæddum uppá svínakjöt, ef þeir biðu þeim í mat. Ekki var þetta þó af trúarástæðum enda Belgar flestir kaþólikkar og borða hvaða kjöt sem er, heldur vegna þess hvað svínakjöt er mikill hverdagsmatur þar í landi. Þetta vakti náttúrulega athygli mína sem hafði verið alin upp við að svínakótilettur væru hátíðamatur, enda þá engin samkeppni á þeim markaði hér á landi. Núna dettur mönnum sem fara með stjórn landsins í hug að koma einhverju svoleiðis kerfi á aftur. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni, sem hælir sér af því að hafa innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum, eru orðnir svo uppgefnir á öllu þessu frelsi að þeir leita allra ráða til að afnema það. Hvort heldur er með fjölmiðlafrumvarpi eða með vangaveltum um lágmarksverð á kjöt. En það er nefnilega mergurinn málsins að ríkisstjórnin hefur ekki staðið fyrir neinni frelsisvæðingu. Viðskiptafrelsið kom með EES samningum og þess vegna þarf virta lögfræðinga til að skoða sérstaklega með hvaða ráðum megi skerða það án þess að hægt sé að kæra stjórnvöld fyrir brot á þeim samningi. Matarverð er hátt hér á landi, það er svo sem engin nýlunda. Ég rak augun í litla frétt á mbl.is um sænska könnun sem leiddi ljós að matvöruverð er 56% hærri á Íslandi og í Noregi en meðalverð á matvöru í EES ríkjunum. Íslensk könnun sem birt var á dögunum sýndi einhverja álíka útkomu. Sú könnun var byggð á þriggja ára gömlum tölum, landbúnaðarráðherrann vísaði henni pent á bug á þeim forsendum að matvöruverð hefði lækkað hér á landi síðan. En þó svo væri og matvöruverð væri "bara" þriðjungi hærra hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við, væri það ekki alveg nóg? Þriðji samanburðurinn birtist svo í BigMac vísitölunni, en sú nýjasta af þeirri tegundinni sýndi að sá vinsæli réttur er hvergi dýrari í öllum heiminum nema í Kuwait. Landbúnaðarráðherrar fyrr og síðar geta sannarlega hrósað sigri yfir að hafa staðið vel vörð um hagsmuni bænda. Við fáum að borga okurverð fyrir matvöru og samningar eru gerðir við bændur átta ár fram í tímann. Á sama tíma vitum við ekki hvaða fjármunum verður varið til Háskóla Íslands eða Landspítala-háskólasjúkrahúss á næsta ári, því menn eru að þrátta um það í ríkisstjórninni. Utanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hans halda því fram að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi verið samþykktur í kosningunum í fyrra, var þá líka samþykkt í þeim kosningum að halda matvöruverði háu og skera niður fjármuni til stofnanna eins og HÍ og LSH? Samkvæmt sömu lógik hlýtur svo að vera. Við verðum líklegast að sætta okkur við það fram að næstu kosningum að ríkisstjórnin gerir bara nákvæmlega það sem henni sýnist og kærir sig kollótta um hvað fólki finnst. Þau kalla þetta lýðræði alveg eins og þau kalla það þingræði að þjösna málum í gegnum Alþingi þó öll þjóðin standi á öndinni. Ég kalla þetta að fara illa með völd.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun