Litlir púkar í skóginum 14. júní 2004 00:01 Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar." Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikaraparið Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir standa fyrir þremur leiklistarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í sumar. "Við verðum með þema úr Dýrunum í Hálsaskógi á fyrsta námskeiðinu sem hefst á mánudaginn. Þá æfum við senur og syngjum saman lög úr leikritinu með krökkunum," segir Jón Ingi en hann og Laufey Brá, kona hans, eru ekki að vinna saman í fyrsta sinn því þau léku bæði í barnaleikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem sýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum. Laufey Brá leikstýrði líka söngleiknum Chicago hjá Menntaskólanum á Akureyri og þá var Jón Ingi aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. "Við Laufey höfum unnið mikið að leiklist með börnum og unglingum, aðallega í sitt hvoru lagi. Það hefur gefist okkur báðum vel og við hlökkum til að fá að vinna saman með þessum hætti." Hvert leiklistarnámskeið stendur yfir í þrjár vikur í senn. "Við verðum í Hafnarfirði og ætlum að láta krakkana sýna afrakstur vinnu sinnar í Hellisgerði. Næsta námskeið hefst um leið og því fyrsta lýkur en þá ætlum við að leika okkur með Ronju Ræningjadóttur. Á síðasta námskeiðinu vinnum við svo með Hróa hött en þessi þrjú leikrit eiga það öll sameiginlegt að gerast úti í skógi og því má segja að Hellisgerði verði undirlagt af litlum skógarpúkum í allt sumar."
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira