Sjúk í dýr 14. júní 2004 00:01 "Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna." Atvinna Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna."
Atvinna Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira