Sjúk í dýr 14. júní 2004 00:01 "Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna." Atvinna Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
"Ég er með algjöra dýradellu," segir Margrét, búfræðingur og yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. "Þannig hef ég alltaf verið. Ég fór reglulega í sveit til frændfólks míns sem barn og var þá alltaf að draga inn ketti, fá lánaða hunda og jarða fugla. Enginn skildi neitt í neinu. Sumir krakkar eru bara svona sjúkir í dýr." Margrét er alin upp í Hafnarfirði en í sveitinni kviknaði óbilandi áhugi hennar á dýrum. Hún hefur ekki skánað mikið. Í dag á hún einn kött, tvo hunda og níu hesta. Eitt barn og einn mann. Annar hundanna er sá eini sinnar tegundar á landinu. "Ég flutti Títlu inn frá Bandaríkjunum en hún er ógurlega skemmtilegur Parson Russell Terrier. Ég væri alveg til í að eiga fleiri dýr en ég þarf aðeins að reyna að hemja mig. Syni mínum þykir ekkert eðlilegra en að mamma vinni í dýragarði enda hafa dýrin verið sameiginlegt áhugamál hjá fjölskyldunni." Margrét útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum fyrir tíu árum og hefur starfað sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum síðan. "Skemmtilegast við þessa vinnu er fjölbreytnin. Ég sé um fóðurinnkaup, dýrakaup og skipulegg allt starf dýradeildar garðsins. Stundum sit ég inni á skrifstofu við að reikna eitthvað en þess á milli hleyp ég á eftir kindum. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég til dæmis að stökkva til og hjálpa hreindýrskú að bera. Það hafa ábyggilega ekki margir gert áður, að minnsta kosti ekki ég. Nú er mjög skemmtilegur tími í Húsdýragarðinum og öllum burði lokið í bili." Eitt þeirra verkefna sem Margrét hefur umsjá með í garðinum nefnist Villt dýr í hremmingum. "Verkefnið gengur út á að leiðbeina fólki um villt dýr og taka á móti þeim sem þurfa aðstoð. Fólk hefur komið með munaðarlausa andarunga eða jafnvel þresti sem það hefur áhyggjur af. Stundum eru það bara saddir og fínir fuglar sem hafa sést hreyfingarlausir uppi í tré." Aðspurð um uppáhaldsdýrið sitt svarar Margrét að lokum; "Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna."
Atvinna Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira