Liggur í loftinu í atvinnu 14. júní 2004 00:01 Regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 1,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2003 og fyrsta ársfjórðungs 2004. Þetta kemur fram í launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 2,1 prósent. Kaupmáttur launa rýrnaði því að meðaltali um 0,6 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en laun karla, eða um 1,6 prósent á móti 1,5 prósentum. Árið 2003 voru 129 myrtir í heiminum fyrir það að vera í stéttarfélagi. Líflátshótunum hefur fjölgað í garð félagsmanna stéttarfélaga sem og ofbeldi gegn þeim. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga sem kynnt var síðastliðinn miðvikudag. Frestur til að skila inn tilnefningum vegna Starfsmenntaverðlaunanna 2004 er til 17. ágúst næstkomandi. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum; flokki fyrirtækja og félagasamtaka, flokki skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki. Allar nánari upplýsingar um Starfsmenntaverðlaunin er hægt að nálgast á vefsíðu Menntar mennt.is. Þar er einnig að finna eyðublöð vegna tilnefninga og meðmælenda. Atvinnumiðlun í Bretlandi hefur lýst áhyggjum yfir aukningu á veikindadögum í vinnu vegna timburmanna í tenglsum við Evrópumótið í fótbolta. Atvinnumiðlunin hvetur því vinnuveitendur til að gera tímanlegar ráðstafanir og gera ráð fyrir að næstu daga verði fámennt á vinnustaðnum. Atvinna Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 1,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2003 og fyrsta ársfjórðungs 2004. Þetta kemur fram í launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 2,1 prósent. Kaupmáttur launa rýrnaði því að meðaltali um 0,6 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en laun karla, eða um 1,6 prósent á móti 1,5 prósentum. Árið 2003 voru 129 myrtir í heiminum fyrir það að vera í stéttarfélagi. Líflátshótunum hefur fjölgað í garð félagsmanna stéttarfélaga sem og ofbeldi gegn þeim. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga sem kynnt var síðastliðinn miðvikudag. Frestur til að skila inn tilnefningum vegna Starfsmenntaverðlaunanna 2004 er til 17. ágúst næstkomandi. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum; flokki fyrirtækja og félagasamtaka, flokki skóla og fræðsluaðila og í opnum flokki. Allar nánari upplýsingar um Starfsmenntaverðlaunin er hægt að nálgast á vefsíðu Menntar mennt.is. Þar er einnig að finna eyðublöð vegna tilnefninga og meðmælenda. Atvinnumiðlun í Bretlandi hefur lýst áhyggjum yfir aukningu á veikindadögum í vinnu vegna timburmanna í tenglsum við Evrópumótið í fótbolta. Atvinnumiðlunin hvetur því vinnuveitendur til að gera tímanlegar ráðstafanir og gera ráð fyrir að næstu daga verði fámennt á vinnustaðnum.
Atvinna Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira